One of our most popular tour for those who are here on a day trip in Westman Islands
- May - Sep
- 1,5 - 2 hours
Labbaðu í gegnum eldfjall með leiðsögumanni frá Vestmannaeyjum sem segir ykkur allt um Heimaeyjargosið 1973 í leiðinni. Þú munt heyra persónulegar sögur af því hvernig gosið hafði áhrif á eyjamenn og alla vinnuna sem heimamenn lögðu á sig til að endurheimta Vestmannaeyjar.
Upplýsingar:
Ferðin byrjar á bryggjunni þar sem við byrjum á að fara á Skansinn og fara yfir söguna þar, eftir Skansinn röltum við í gegnum hraunið og heyrum sögur um húsin sem fóru undir hraunið, í síðasta stoppinu endum við svo upp á Eldfelli, sem er frekar létt ganga.
Ferðin tekur um 2 tíma og endar nálægt Eldheimum safninu, ef þú vilt kíkja þangað eftirá.
Ef þú ert að koma í hóp, eða vilt meiri prívat ferð endilega hafðu samban við okkur og við stillum því upp fyrir þig.