Eldfjalla og lundaferð

Eldfjalla og lundaferð

What to expect in this tour

Eldfjalla og lundaferðin er ein af okkur vinsælustu ferðum fyrir þá sem koma í dagsferð til Vestmannaeyja eða vilja sjá sem mest á stuttum tíma.

Í þessari ferð förum við með ykkur í lítilli rútu og segjum ykkur allt frá sögu Vestmannaeyja í leiðinni. Við tökum ykkur að spranga þar sem leiðsögumaðurinn sýnir heima-takta, við kíkjum í Herjólfsdal og upp á Stórhöfða þar sem við munum sjá Lunda, við keyrum upp á Eldfell þar sem eldgosið byrjaði og í lokin kíkjum við á nýja Sæheima safnið þar sem við förum í enn meiri nálægð við lundana og Lunda hvíslarinn sýnir ykkur hvernig hann talar við lundana.

 

Innifalið í verðinu er miði í Sæheima þar sem við endum ferðina.

 

Helstu staðir:

  • Stórhöfði
  • Eldfell
  • Sprangan
  • Herjólfsdalur
  • Elephant Rock
  • Mjaldra og Lunda safnið

Athuga

  • Minnst 4 farþegar
  • Hittumst á bryggjunni, nálægt Herjólfi
  • Lengd: 90-120 mínútur
  • Árstími frá 1. maí – 20. september

Ath að allar ferðir eru háðar veðri og ekki er hægt að tryggja að skoða villt dýralíf

Video from westman islands

BOOK NOW

Loading...

We accept these major credit cards.

placeholder-2

more experience