Hringferð um Vestmannaeyjar

Hringferð um Vestmannaeyjar

What to expect in this tour

Leyfðu okkur að sigla með þig hringinn í kringum Vestmannaeyjar í þessum 1.5 klst bátsferð. Sigling í kringum Vestmannaeyjar er einstök upplifun, það einstök að eyjamenn fá aldrei leið á því að sigla í kringum eyjarnar og upplifa þá mögnuðu náttúru sem hún hefur upp á að bjóða, ásamt fuglalífinu og hver veit nema við sjáum hvali á leiðinni.

 

Í þessari ferð heimsækjum við einnig 2 hella, fyrst förum við í Klettshelli sem er frægur fyrir magnaðan hljómgrunn, seinni hellirinn er kallaður Fjósið sem er undir Stórhöfða.

Í ferðinni förum við einnig yfir sögu Vestmannaeyja, þar sem við segjum sögur frá eldgosinu 1973, ásamt því að kynna ykkur yngstu eyju heimsins; Surtsey.

 

Báturinn tekur allt að 50 farþega, þar sem 28 geta setið inni og horft út um glugga, en einnig er líka hægt að standa og sitja úti og njóta náttúrunnar.

 

Þetta er upplifun sem þú munt líklega aldrei gleyma!

Video from westman islands

BOOK NOW

Loading...

We accept these major credit cards.

placeholder-2

more experience

This site is registered on Toolset.com as a development site.