Lundaferð í Bjarnarey

Lundaferð í Bjarnarey

What to expect in this tour

Bjarnarey er ein af 15 eyjum í Vestmannaeyjum sem umkringja Heimaey. Hún er þekkt fyrir ríkt lundalíf og er ein af veiðieyjum þar sem lundaveiði var mikið stundað.

Í þessari 8-10 tíma dagsferð farið þið með leiðsögumanni í bát, út í eyju og upplifuð eina af þessum mögnuðu eyjum sem Vestmannaeyjar hefur upp á að bjóða.

Ferðin byrjar hjá bryggjunni í Vestmannaeyjum þar sem verður farið yfir öll öryggisatgriði fyrir bátsferðina og látið ykkur fá allan nauðsynlegan búnað. Þegar það er búið verður siglt út í Bjarnarey. Þegar við höfum klifið upp eyjuna setjumst við niður og fáum okkur létt nesti og undirbúum okkur í næstu skref af ferðinni, þar sem við munum labba þvert yfir eyjuna austan við fjallið þar sem aðalskemmtunin byrjar.

Hér undirbúum við okkur að síga niður klettana, þar sem við erum með fasta bolta alla leið niður og öryggislínan er tengd á öruggan hátt í gegnum þau. Þú verður í öryggislínu allan tímann og þaðan kemst þú í nálægð við nokkrar fuglategundir. Þegar komið er að leiðarenda verður þú dregin upp síðustu 20 metrana. Eftir það bíður eftir þér verðskuldaður matur í skálanum þar sem við borðum kvöldmat með ótrúlegt útsýni yfir í Heimaey. Stutt ganga frá skálanum er svo hæð í Bjarnarey þar sem lundarnir verpa í jörðu og þaðan geturu einnig notið stórkostlegs útsýni yfir Eyjafjallajökul og hinna eyjanna í kring.

Þetta er ferð sem þú munt aldrei gleyma!

Video from westman islands

BOOK NOW

Loading...

We accept these major credit cards.

placeholder-2

more experience

This site is registered on Toolset.com as a development site.